Stjórnarþingmenn ósammála um Hafró 22. júní 2007 18:36 Ágreiningur er innan stjórnarliðsins um Hafrannsóknarstofnun. Össur Skarphéðinsson, iðnaðaráðherra, vill færa stofnunina undan sjávarútvegsráðuneyti en Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks er algerlega ósammála. Samflokksmaður hennar, Einar Oddur Kristjánsson er svipaðra skoðana og Össur og segir Hafró hafa beitt fasískum vinnubrögðum. Iðnaðarráðherra kveður nokkuð fast að orði á bloggsíðu sínni þar sem hann lýsir því yfir að hann telji Hafró betur borgið undir öðru ráðuneyti en sjávarútvegs. Hann talar um hættuna á pólitískri stýringu á vísindunum og skort á óháðri akademískri rannsóknarstofnun. Stjórnmálamenn hafa búið til sovéskt kerfi í kringum Hafró - segir hann - þar sem dæmalausri þöggun hafi verið beitt á andófsraddir. Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður fagnar þessu útspili ráðherrans enda segist hann hafa talað fyrir aðskilnaði veiðiráðgjafarinnar og ákvörðun aflamarks. Hann segir að hafró hafi beitt fasískum vinnubrögðum þar sem engin hafi mátt vera ósammála stofnuninni. Einar Oddur hefur sjálfur talað fyrir því að fela háskólunum það rannsóknarhlutverk sem Hafró hafi í dag. Hann hefur verið gagnrýnin á kvótakerfið og uppskorið bágt fyrir frá Árna Mathiesen, fjármálaráðherra sem hefur sakað þennan flokksbróður sinn um að bera sinn hluta af því að skaða kvótakerfið. Einar Oddur segir að það þurfi að ræða þessi mál af yfirvegun og fjármálaráðherra hafi með ummælum í sinn garð gengið af göflunum. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður sjávarútvegsnefndar og formaður þingflokks sjálfstæðisflokksins er ekki sammála Össuri um að flytja stofnunina og segir að sér komi á óvart að ráðherrann skuli viðra þessa skoðun á bloggsíðu sinni. Þetta mál hafi ekki verið rætt í sjávarúvegsnefnd - en Arnbjörg telur Hafró ágætlega komna undir sjávarútvegsráðuneyti. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró segir að það sé ekki stofnunarinnar að hafa skoðun á því hvar hún sé vistuð. Það sé þó vont ef sú umræða verði einhvers konar innlegg í umræðu um áreiðanleika niðurstöðu Hafró um stöðu fiskistofnanna. Hann segir alrangt að stofnunin hafi verið beitt pólitískum þrýstingi og þar sé ekki tekin afstaða til einkahagsmuna. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sjá meira
Ágreiningur er innan stjórnarliðsins um Hafrannsóknarstofnun. Össur Skarphéðinsson, iðnaðaráðherra, vill færa stofnunina undan sjávarútvegsráðuneyti en Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks er algerlega ósammála. Samflokksmaður hennar, Einar Oddur Kristjánsson er svipaðra skoðana og Össur og segir Hafró hafa beitt fasískum vinnubrögðum. Iðnaðarráðherra kveður nokkuð fast að orði á bloggsíðu sínni þar sem hann lýsir því yfir að hann telji Hafró betur borgið undir öðru ráðuneyti en sjávarútvegs. Hann talar um hættuna á pólitískri stýringu á vísindunum og skort á óháðri akademískri rannsóknarstofnun. Stjórnmálamenn hafa búið til sovéskt kerfi í kringum Hafró - segir hann - þar sem dæmalausri þöggun hafi verið beitt á andófsraddir. Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður fagnar þessu útspili ráðherrans enda segist hann hafa talað fyrir aðskilnaði veiðiráðgjafarinnar og ákvörðun aflamarks. Hann segir að hafró hafi beitt fasískum vinnubrögðum þar sem engin hafi mátt vera ósammála stofnuninni. Einar Oddur hefur sjálfur talað fyrir því að fela háskólunum það rannsóknarhlutverk sem Hafró hafi í dag. Hann hefur verið gagnrýnin á kvótakerfið og uppskorið bágt fyrir frá Árna Mathiesen, fjármálaráðherra sem hefur sakað þennan flokksbróður sinn um að bera sinn hluta af því að skaða kvótakerfið. Einar Oddur segir að það þurfi að ræða þessi mál af yfirvegun og fjármálaráðherra hafi með ummælum í sinn garð gengið af göflunum. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður sjávarútvegsnefndar og formaður þingflokks sjálfstæðisflokksins er ekki sammála Össuri um að flytja stofnunina og segir að sér komi á óvart að ráðherrann skuli viðra þessa skoðun á bloggsíðu sinni. Þetta mál hafi ekki verið rætt í sjávarúvegsnefnd - en Arnbjörg telur Hafró ágætlega komna undir sjávarútvegsráðuneyti. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró segir að það sé ekki stofnunarinnar að hafa skoðun á því hvar hún sé vistuð. Það sé þó vont ef sú umræða verði einhvers konar innlegg í umræðu um áreiðanleika niðurstöðu Hafró um stöðu fiskistofnanna. Hann segir alrangt að stofnunin hafi verið beitt pólitískum þrýstingi og þar sé ekki tekin afstaða til einkahagsmuna.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sjá meira