Nýju ljósi varpað á Díönu 22. júní 2007 02:30 Þótt þau hafi verið kærustupar aldarinnar varð hjónabandið bæði ástlaust og þjakað af svikum og lygum. Hefur ekki allt verið skrifað, myndað og sagt um Díönu Spencer, prinsessuna af Wales? Það finnst fyrrum glanstímaritaritstjóranum Tinu Brown ekki og nýlega gaf hún út bókina Diana‘s Chronicle sem er sögð varpa nýju ljósi á prinsessu fólksins. Sitt sýnist hverjum um útgáfu bókarinnar og blaðamaður Herald Tribune spyr sig þeirrar spurningar hvort þetta sé ekki örvæntingarfull tilraun Brown til að koma sér aftur í sviðsljósið. Hún hafi jú verið áberandi um miðjan tíunda áratuginn þegar hún ritstýrði Vanity Fair og The New Yorker en eftir að spjallþáttur hennar Topic A With Tinu Brown var blásinn af á CNBC-sjónvarpsstöðinni hafi ritstjórinn horfið af sjónarsviðinu. Rithöfundurinn sjálfur vísar þessu á bug og haft er eftir henni í The Independent að hún hafi tekið í kringum 225 viðtöl fyrir bókina. Því hljóti bókin að draga eitthvað nýtt fram í dagsljósið.Eyðingarmáttur DíönuDíana Tina Brown varpar nýju ljósi á prinsessuna í bók sinni.Bókin greinir vissulega frá atburðum sem ekki hafa áður verið á vitorði almennings. Tina réttlætir skrif sín með þeim útskýringum að Diana hafi haft svo mikil áhrif á breska menningu, framkomu og þjóðlíf að: „við hljótum alltaf að hafa áhuga á henni“. Aðstoðarritstjóri Wall Street Journal, Tunku Varadarajan, tekur að einhverju leyti undir þessi orð í ritdómi sínum. En ekki er víst að aðdáendur Díönu verði sáttir við þá mynd sem dregin er upp af prinsessu fólksins. Þrátt fyrir að margir telji að lífið í Buckingham-höll hafi eyðilagt þessa saklausu stúlku verður ekki annað séð, ef marka má bók Tinu, að Díana hafi sjálf átt hlut að máli. Hún hafi til að mynda lekið skilnaði Fergie og Andrew prins í fjölmiðla til að beina kastljósinu frá sér og sínum vandamálum. Þá rauf hún þá miklu þögn sem ríkt hefur um heimilishaldið hjá bresku konungsfjölskyldunni. Þetta þagnarbindindi er að mati Brown eitt af lykilatriðum þess að konungsfjölskyldunni tókst að halda virðingu sinni hjá bresku þjóðinni. Díana varð þess hins vegar valdandi að fjölmiðlar fjölluðu á ítarlegri hátt um einkalíf hirðarinnar, eitthvað sem hafði ekki tíðkast fyrir komu hennar. Óvæntur stuðningur við PhilipTina varpar jafnframt nýju ljósi á samskipti Díönu og Karls Bretaprins. Díana hafi ekki verið barnanna best og þrátt fyrir að Karl hafi allt viljað fyrir hana gera hafi Díana ekki fylgt einföldustu reglum sem Karl var alinn upp við. Einnig er greint frá því að samlíf þeirra hjóna hafi verið tilbreytingalítið og bólfarir „frekar leiðinlegar og einhæfar“. „Skömmu eftir að Diana hafði eignast Harry virtist áhuginn endanlega farinn. Hún prófaði að klæða sig í kynþokkafull undirföt og dansa erótískan dans fyrir framan Karl. Honum fannst það sæmilegt,“ skrifar Tina um leyndardóma svefnherbergisins. Og rithöfundurinn upplýsir einnig að ástæðan fyrir því að Buckingham-höll gaf Karli leyfi til að giftast Díönu hafi verið sú að:„hún var eina hreina meyjan í heiminum sem hafði blátt blóð“. Philip prins, maðurinn sem jafnan er hataður af bresku þjóðinni, er ekki alslæmur ef marka má bók Tinu. „Í augum almennings er hann álitinn ruddi og dóni og vissulega getur hann verið það,“ hefur Daily Mail eftir Tinu. En í bókinni kemur fram að það hafi verið Philip sem hafi nánast gengið prinsunum í föðurstað eftir að móðir þeirra lést. „Þegar þeir fylgdu kistunni eftir þá kom Philip í veg fyrir að þeir brotnuðu niður með því að segja þeim sögur frá öllum þeim stöðum sem þeir gengu framhjá,“ skrifar Tina. „Vilhjálmur var sonurinn sem Philip hafði alltaf dreymt um að eignast. Og fyrst honum mistókst með Karl vildi hann leggja sitt af mörkum til að gera Vilhjálm að manni,“ bætir Tina við.freyrgigja@frettabladid.is Menning Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Sjá meira
Hefur ekki allt verið skrifað, myndað og sagt um Díönu Spencer, prinsessuna af Wales? Það finnst fyrrum glanstímaritaritstjóranum Tinu Brown ekki og nýlega gaf hún út bókina Diana‘s Chronicle sem er sögð varpa nýju ljósi á prinsessu fólksins. Sitt sýnist hverjum um útgáfu bókarinnar og blaðamaður Herald Tribune spyr sig þeirrar spurningar hvort þetta sé ekki örvæntingarfull tilraun Brown til að koma sér aftur í sviðsljósið. Hún hafi jú verið áberandi um miðjan tíunda áratuginn þegar hún ritstýrði Vanity Fair og The New Yorker en eftir að spjallþáttur hennar Topic A With Tinu Brown var blásinn af á CNBC-sjónvarpsstöðinni hafi ritstjórinn horfið af sjónarsviðinu. Rithöfundurinn sjálfur vísar þessu á bug og haft er eftir henni í The Independent að hún hafi tekið í kringum 225 viðtöl fyrir bókina. Því hljóti bókin að draga eitthvað nýtt fram í dagsljósið.Eyðingarmáttur DíönuDíana Tina Brown varpar nýju ljósi á prinsessuna í bók sinni.Bókin greinir vissulega frá atburðum sem ekki hafa áður verið á vitorði almennings. Tina réttlætir skrif sín með þeim útskýringum að Diana hafi haft svo mikil áhrif á breska menningu, framkomu og þjóðlíf að: „við hljótum alltaf að hafa áhuga á henni“. Aðstoðarritstjóri Wall Street Journal, Tunku Varadarajan, tekur að einhverju leyti undir þessi orð í ritdómi sínum. En ekki er víst að aðdáendur Díönu verði sáttir við þá mynd sem dregin er upp af prinsessu fólksins. Þrátt fyrir að margir telji að lífið í Buckingham-höll hafi eyðilagt þessa saklausu stúlku verður ekki annað séð, ef marka má bók Tinu, að Díana hafi sjálf átt hlut að máli. Hún hafi til að mynda lekið skilnaði Fergie og Andrew prins í fjölmiðla til að beina kastljósinu frá sér og sínum vandamálum. Þá rauf hún þá miklu þögn sem ríkt hefur um heimilishaldið hjá bresku konungsfjölskyldunni. Þetta þagnarbindindi er að mati Brown eitt af lykilatriðum þess að konungsfjölskyldunni tókst að halda virðingu sinni hjá bresku þjóðinni. Díana varð þess hins vegar valdandi að fjölmiðlar fjölluðu á ítarlegri hátt um einkalíf hirðarinnar, eitthvað sem hafði ekki tíðkast fyrir komu hennar. Óvæntur stuðningur við PhilipTina varpar jafnframt nýju ljósi á samskipti Díönu og Karls Bretaprins. Díana hafi ekki verið barnanna best og þrátt fyrir að Karl hafi allt viljað fyrir hana gera hafi Díana ekki fylgt einföldustu reglum sem Karl var alinn upp við. Einnig er greint frá því að samlíf þeirra hjóna hafi verið tilbreytingalítið og bólfarir „frekar leiðinlegar og einhæfar“. „Skömmu eftir að Diana hafði eignast Harry virtist áhuginn endanlega farinn. Hún prófaði að klæða sig í kynþokkafull undirföt og dansa erótískan dans fyrir framan Karl. Honum fannst það sæmilegt,“ skrifar Tina um leyndardóma svefnherbergisins. Og rithöfundurinn upplýsir einnig að ástæðan fyrir því að Buckingham-höll gaf Karli leyfi til að giftast Díönu hafi verið sú að:„hún var eina hreina meyjan í heiminum sem hafði blátt blóð“. Philip prins, maðurinn sem jafnan er hataður af bresku þjóðinni, er ekki alslæmur ef marka má bók Tinu. „Í augum almennings er hann álitinn ruddi og dóni og vissulega getur hann verið það,“ hefur Daily Mail eftir Tinu. En í bókinni kemur fram að það hafi verið Philip sem hafi nánast gengið prinsunum í föðurstað eftir að móðir þeirra lést. „Þegar þeir fylgdu kistunni eftir þá kom Philip í veg fyrir að þeir brotnuðu niður með því að segja þeim sögur frá öllum þeim stöðum sem þeir gengu framhjá,“ skrifar Tina. „Vilhjálmur var sonurinn sem Philip hafði alltaf dreymt um að eignast. Og fyrst honum mistókst með Karl vildi hann leggja sitt af mörkum til að gera Vilhjálm að manni,“ bætir Tina við.freyrgigja@frettabladid.is
Menning Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Sjá meira