Innlent

Landspítalinn hefur ekki efni á Morgunblaðinu

Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans, þarf að koma með Morgunblaðið að heiman þegar hann mætir í vinnuna.
Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans, þarf að koma með Morgunblaðið að heiman þegar hann mætir í vinnuna.

Landspítalinn hefur ekki efni á áskrift af Morgunblaðinu. Þetta leiddu eins og hálfs árs samningaviðræður Finns Thorlacius yfirmanns dreifingardeildar Morgunblaðsins við heilbrigðisráðuneytið og stjórnendur Landspítalans í ljós. Finnur segir að Morgunblaðið hafi af miklu örlæti gefið spítalanum blaðið í mörg ár. Hins vegar hafi verið komið að þeim tímamótum að þeir gætu ekki dreift því ókeypis lengur. Þá hafi verið reynt þrotlaust að ná samningum við ráðuneytið og stjórnendur spítalans. Þau svör hafi verið gefin að fjárhagslegt svigrúm spítalans leyfði ekki slíkan munað. Því hafi verið ákveðið að hætta að dreifa Morgunblaðinu á spítalanum. Eftir að dreifingu var hætt hafi nokkrar einstakar deildir spítalans ákveðið að gerast áskrifendur að blaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×