Innlent

Caitlin litla ekki heim fyrir þessi jól

Breki Logason skrifar
Caitlin litlar verður ekki á Íslandi um jólin.
Caitlin litlar verður ekki á Íslandi um jólin.

Sagan um hana Caitlin litlu ætlar að vera lífseig. Dagbjört Rós móðir hennar er nú komin heim frá Bandaríkjunum þar sem hún hitti stelpuna og kom fyrir dómara í forræðismáli sínu. Caitlin fékk ekki að fara með henni til Íslands en Dagbjört horfir björtum augum á framtíðina.

Dagbjört giftist bandaríkjamanni og eignaðist með honum dótturina Caitlin. Þau dvöldu í Bandaríkjunum en þegar slitnaði upp úr sambandi þeirra neitaði maðurinn að framlengja dvalareyfi Dagbjartar og hún var því rekin úr landi. Catilin litla varð eftir.

Þetta var í maí á þessu ári og fór Dagbjört út með föður sínum nú í byrjun desember í þeirri von að hitta stelpuna. Hún fór einnig í réttarsal og bar vitni í forræðismálinu. Dómarinn úrskurðaði að Dagbjört mætti hitta stelpuna meðan hún væri í landinu en hana fengi hún ekki að fara með heim. „Ég hef ekki eins miklar áhyggjur af lokabaráttunni vegna þess að jon [barnsfaðirinn] sýndi á sér sinn innri mann í dómsalnum og var staðinn að lygi oftar en einu sinni," skrifar Dagbjört á heimasíðu sína.

„Ég verð bara að bíta á jaxlinn og halda áfram að berjast. Hún verður ekki hér um þessi jól en það eru önnur eftir þessi."

Dagbjört getur gert lítið annað en að bíða eftir niðurstöðum í forræðismálinu en hún má fara til Bandaríkjanna og hitta Caitlin hvenær sem hún vill.

Einnig var barnsföður hennar gert skylt að láta stelpuna fá allar gjafir sem berast frá Íslandi og einnig að hann komi sér upp Skype spjallforritinu svo hægt sé að ræða við Caitlin litlu í gegnum internetið.

Sjá einnig: Framtíð Caitlin litlu ræðst eftir þrjár vikur og Dagbjört hitti Caitlin litlu

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×