Lífið

Trump gaf sexhundruð þúsund króna þjórfé

Athafnamaðurinn þekkti Donald Trump gaf þjóni einum á Buffalo veitingastaðnum í Santa Monica ríflegt þjórfé á dögunum. Trump var ásamt félaga sínum á veitingastaðnum og fékk sér súpu og kaffi. Þegar kom að því að greiða reikninginn, sem var 82 dollarar spurði Trump þjóninn: "Hvað er það mesta sem þú hefur fengið í þjórfé?"

Þjóninn svaraði því til að Jerry Bruckheimer kvikmyndaframleiðandi hefði eitt seinn gefið fimm hundruð dollara þjórfé á þúsund dollara reikning.

Trump kvaddi þjóninn skömmu síðar með orðunum: "Þú ert mjög góður starfsmaður."

Þegar þjóninn fór að huga að reikningnum sá hann að Trump hafði skilið eftir tíu þúsund dollara í þjórfé, það er rúmlega sex hundruð þúsund krónur.

Þjóninn segist hafa hlupið á eftir Trump til að þakka honum fyrir en hann hafi verið of seinn. Hann segist ekki eiga nokkurn tímann von á að fá jafn hátt þjórfé aftur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.