Lífið

Natascha Kampusch með eigin spjallþátt

Hin nítján ára Natasha Kampusch mun á næstunni stýra sínum eigin spjallþætti í austurríska sjónvarpinu. Natasha komst í heimsfréttirnar í fyrra þegar hún slapp úr haldi mannræningja eftir átta ára vist.

Þegar Natasha var tíu ára rændi hinn 44ra ára Wolfgang Priklopil henni og hélt henni fanginni í kjallara á heimili sínu næstu átta árin. Natasha hefur síðan hún slapp veitt fjölda viðtala um reynsluna og meðal annars gefið út bók. Nú hefur hún fengið sinn eigin sjónvarpsþátt, sem mun heita ,,Natasha Kampusch talar við.." Þátturinn verður sendur út á austurrísku sjónvarpsstöðinni Puls 4.

,,Ég mun hætta að vera viðfangsefni fjölmiðla og fá þýðingarmeira hlutverk." sagði Kampusch við dagblaðið Der Standard. Forstjóri stöðvarinnar, Martin Blank, sagði að tiltækið kæmi sér vel fyrir Natöshu. ,,Við tryggjum það að þetta verði fagmannlega og alvarlega gert, og skynsamlegt fyrir Natöschu Kampusch."

Natascha hefur hagnast vel á reynslu sinni. Fyrir viðtölin og bókina hefur hún þénað ríflega hundrað milljónir króna, og viðræður við framleiðendur í Hollywood um kvikmyndaréttinn á sögu hennar hafa staðið yfir um nokkurt skeið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.