Lífið

Tókst leikstjóra að finna bin Laden?

Óstaðfestar fregnir herma að leikstjóranum Morgan Spurlock hafi tekist það sem bandarísku leyniþjónustunni og bandaríska hernum hefur aldrei tekist. Það er að finna sjálfan Osama bin Laden.

Morgan vakti athygli fyrir mynd sína Super Size Me en nýjasta mynd hans heitir "Hvar í heiminum er Osama bin Laden?".

Myndin var kynnt á kvikmyndahátíðinni í Berlín og um leið fóru fregnirnar í gang. Framleiðandinn sem keypti myndina hefur sagt að fyrirtæki hans hafi fundið hinn heilaga kaleik með kaupunum og hefur það ýtt undir orðróminn. Myndin verður frumsýnd á Sundance-hátíðinni á næsta ári






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.