Lífið

Frjósamar fréttakonur

Þóra og Halldór Narfi.
Þóra og Halldór Narfi.
Fréttahaukarnir Þóra Arnórsdóttir og Svavar Halldórson á Ríkissjónvarpinu eiga von á sínu öðru barni saman í maí.

Jújú, það er bara alveg bullandi hamingja, allir ofsalega glaðir og spenntir. sagði Svavar þegar Vísir náði tali af honum. Parið á fyrir tveggja ára son saman, og Svavar á þrjár dætur frá fyrra hjónabandi.

Aðspurður hvort að börnin fengju ekki fréttamennskuna með móðurmjólkinni sagði Svavar svo vera. ,,Ég held að þeim verði ekki sjálfrátt um starfsval." segir Svavar hlæjandi, og bætir við að Halldór Narfi, sonur þeirra, taki foreldrunum reyndar fram í gáfum og gæti jafnvel snúið sér að einhverju öðru, betur launuðu.

Það er ekki bara barnalán á RÚV þessa dagana. Þær Inga Lind Karlsdóttir, Katrín Bessadóttir og Friðrika Hjördís Geirsdóttir úr Íslandi í dag eiga allar von á barni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.