Lífið

Fyrstu tónleikar Spice Girls að baki

Spice Girls hóf tónleikaferðalag sitt um heiminn í Vancouver í Kanada í gærkvöldi. Mikil eftirspurn var eftir miðum á þessa tónleika en þeir seldust upp á 38 sekúndum.

Þetta er í fyrsta sinn í áratug sem þær Victoria, Emma, Melaine B, Melaine C og Geri koma saman á sviði. David Beckham mætti óvænt sem og margir aðrir af fjölskyldumeðlimum og vinum hljómsveitarinnar.

Stúlkurnar tóku 22 lög á þeim rúmlega tveimur tímum sem tónleikarnir stóðu og skiptu víst oft um búninga inn á milli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.