Lífið

Leno og O´Brien borga starfsliði sínu laun úr eigin vasa

Verkfall handritahöfunda stendur enn í Hollywood og sér ekki fyrir endan á því. Af þeim sökum hafa stærstu sjónvarpsstöðvarnar sagt upp fjölda af fólki. Tveir spjallþáttastjórnendur hafa brugðist við þessu með því að borga starfsliði sínu laun úr eigin vasa.

Þeir sem hér um ræðir eru Jay Leno stjórnandi Tonight Show og Conan O´Brien stjórnandi Late Night with Conan O´Brien. Conan var fyrri til að tilkynna sínu starfsfólki um að hann myndi persónulega sjá um launagreiðslur til starfsmanna sinna meðan á verkfallinu stendur.

Það leiddi til þess að starfsfólk Jay Leno fór að senda honum tóninn á vefsíðum og í fréttum vestan hafs. Í gær ákvað Jay Leno svo að fara sömu leið og O´Brien. Mun Leno greiða starfsfólki sínu, sem telur um 100 manns, laun vikulega þar til verkfallinu er lokið.

Samhliða þessu var starfsfólkinu tilkynnt að það myndi fá jólabónusinn sinn snemma í ár en venjulega er hann greiddur í vikunni fyrir jól. Áður hafði Leno beðið starfsfólk sitt um að sækjast ekki eftir annarri vinnu um sinn í þeirri von að verkfallið yrði ekki langvinnt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.