Lífið

50 Cent er rómantískur inn við beinið

MYND/Getty
Gangsterrapparinn 50 Cent er greinilega ekki harðjaxlinn sem hann lítur út fyrir að vera. Það dugaði ekkert minna en þota til að ferja afmælisgjafirnar til kærustunnar hans á 22ja ára afmæli hennar.

Cent leigði þotuna og fyllti hana hana af fíneríi, rósablöðum, böngsum, kertum og súkkulaði frá írsku bakaríi fyrir kærustuna, söngkonuna Ciöru. Þotunni flaug hann svo á World Music verðlaunahátíðina í Mone Carlo.

Rapparinn sagði í viðtali við Mirror að hann ætlaði að halda tuttugu og tvö mismunandi afmælisboð fyrir Ciöru á jafnmörgum framandi stöðum í heiminum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.