Lífið

Stærsti segldúkur landsins fór upp í fárviðri

Breki Logason skrifar
Svona litu höfuðstöðvar Nova út klukkan 3 í nótt.
Svona litu höfuðstöðvar Nova út klukkan 3 í nótt.

„Okkur leist nú ekkert á þetta þar sem veðurspáin var skelfileg," segir Jón Viðar starfsmaður Frank og Jóa sem hafði yfirumsjón með uppsetningu á stærsta segldúki landsins í nótt.

Það er nýja samskiptafyrirtækið Nova sem ber ábyrgð á segldúknum sem þekur framhlið nýrra höfuðstöðva fyrirtækisins að Lágmúla 9 í Reykjavík.

„Okkur var skammtaður tími þar sem við gátum ekki byrjað fyrr en fólk var farið að sofa og þetta átti að vera tilbúið þegar fólk vaknaði í morgun," segir Jón Viðar greinilega stoltur af verki næturinnar.

Segldúkurinn er úr svokölluðu Mesh efni sem virkar þannig að vindur kemst í gegnum efnið. Dúkurinn sjálfur er sá lang stærsti sem hefur verið settur upp hér á landi, 615 fermetrar. Það var fyrirtækið Frank og Jói sem sá um að prenta dúkinn en prentunin tók tvo sólarhringa.

„Við ákváðum að vaða í þetta og undirbjuggum okkur gríðarlega vel alla vikuna. Þetta virkaði síðan bara eins og púsluspil en við vorum með þrjár vinnulyftur og 8 menn sem komu þessu saman."

Jón viðar segir menn hafa verið dauðþreytta eftir nóttina en það hafi verið vel þess virði enda öllum fundist verkefnið spennandi. „Þetta er auðvitað einstakt hér á landi og keppnisskapið var í lagi hjá mönnum. Aðstæður voru slæmar en við vorum samt á undan áætlun."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.