Lífið

Aldurinn leggst ekki illa í kynhvöt Pamelu Anderson

Skötuhjúin á góðum degi.
Skötuhjúin á góðum degi.

Aldurinn leggst ekki illa í kynhvöt Pamelu Anderson, en hún varð fertug fyrr á árinu. Ef eitthvað virðist allt vera á uppleið í þeim efnum hjá Baywatch stjörnunni.



Í viðtali við USA today viðurkennir Pamela að hún vilji frekar vera heima og sofa hjá nýja eiginmanninum, Rick Solomon, en að rembast við frama í Hollywood.



,,Ég hef aldrei verið svona hamingjusöm. Við erum frábær saman. Við erum heima á hverju kvöldi. Að stunda kynlíf." Spurð nánar út í hvort hún hefði ekki verið að drífa sig um of að ganga í hjónaband við Rick, sem hún giftist óvænt í október, sagði hún svo alls ekki vera: ,,Neinei. Ég tek allar mínar ákvarðanir á fimm mínútum."



Pamela og Rick - sem helst hefur unnið sér það til frægðar að vera önnur stjarnanna í kynlífsvídeói Parisar Hilton - hafa þekkst í fimmtán ár.



Þau byrjuðu saman eftir að Pammi tapaði of oft fyrir honum í póker og hann bauðst til að leyfa henni að borga skuld sína í blíðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.