Lífið

Brúðkaup Grétars Rafns og Manúelu vinsælt á Youtube

- sev skrifar
Við íslendingar eigum fleiri stórstjörnur en Björk. Brúðkaup Grétars Rafns Steinssonar og Manúelu Óskar Harðardóttur hefur í það minnsta vakið það mikla athygli í Hollandi að aðdáandi fótboltakappans sá ástæðu til að setja myndir úr því á Youtube.

Í hollenskum fjölmiðlum segir að Grétar hafi komið félögum sínum á óvart á dögunum þegar hann sagði þeim að hann væri að fara að gifta sig síðar þann dag í ráðhúsi Alkmaar. ,,Sumir héldu að þetta væri grín, en þetta var í fúlustu alvöru. Þetta var réttur tími, og rétt kona" er haft eftir Grétari.

Aðdáandinn, 59 ára hollensk kona, er greinilega snortin af brúðkaupinu. Undir angurværa tóna Evu Cassidy hefur hún klippt saman myndir af parinu og brúðkaupinu, ásamt lýsandi texta á borð við ,,Hér kemur fallega brúðurin." og ,,Grétar er hissa - og ástfanginn." Við færsluna ritar hún: ,,Fallegt par gifti sig í Alkmaar. Það var yndislegt að sjá hvað þau eru ástfangin.....Það var allt svo sætt"

Þeir sem vilja berja sykursætan óðinn til brúðhjónanna augum geta gert það hér





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.