Lífið

Olsen tvíburarnir vilja 750 milljónir fyrir penthouse íbúðina sína

Tvíburasysturnar Mary-Kate og Ashley Olsen hafa sett penthouse íbúð sína í New York borg á sölu. Íbúðin er á besta stað í West Village hverfinu sem er eitt það eftirsóttasta í New York, með frábært útsýni yfir Hudson ána. Íbúð er í fjölbýlishúsi sem er með dyravörð allan sólahring, sem og bílastæðavörð sem sér um að leggja bílnum og sækja fyrir íbúa.

Allt þetta er ekki ókeypis enda eru systurnar búnar að verðmeta íbúð sína á tæpar tólf milljón bandaríkjadali eða um 750 milljón íslenskra króna.

Íbúðin er heilir 1744 fermetrar og er því verið að tala um að 430 þúsund fyrir hvern fermeter, sem er ekki langt frá því verði sem sést hefur á dýrustu íbúðunum í miðbæ Reykjavíkur.

Þeir sem efast um að íbúðin sé hverrar krónu virði geta skoðað myndir af henni hér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.