Lífið

Rithöfundar lesa úr verkum sínum á Gljúfrasteini

Stofan myndar huggulega umgjörð um lesturinn.
Stofan myndar huggulega umgjörð um lesturinn.

Rithöfundar munu lesa úr nýútkomnum bókum sínum á Gljúfrasteini þrjá fyrstu sunnudaga á aðventu. Segja má að það sé komin hefð á upplestra úr nýjum bókum fyrir jólin á Gljúfrasteini. Upplestrarnir hafa mælst vel fyrir enda andrúmsloftið í stofunni einstakt og tilvalið að hlýða á upplestra í kyrrð og friði.



Á sunnudaginn kemur lesa Einar Kárason, Gerður Kristný, Einar Már Guðmundsson og Árni Þórarinsson úr bókum sínum. Upplestrarnir hefjast klukkan 16.00 og er aðgangur ókeypis og öllum opinn.

Dagskráin á aðventunni er eftirfarandi:

2. desember

Einar Kárason - Endurfundir

Gerður Kristný - Höggstaður

Einar Már Guðmundsson - Rimlar hugans. Ástarsaga

Árni Þórarinsson - Dauði trúðsins

9. desember

Kristín Marja Baldursdóttir - Óreiða á striga

Þórarinn Eldjárn - Fjöllin verða að duga

Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir - Kalt er annars blóð

Sigurbjörg Þrastardóttir - Blysfarir

16. desember

Jón Kalmann - Himnaríki og helvíti

Vigdís Grímsdóttir - Sagan um Bíbí Ólafsdóttur

Pétur Gunnarsson - ÞÞ Í fátæktarlandinu

Ólafur Ragnarsson - Til fundar við skáldið Halldór Laxness

Guðmundur Ólafsson leikari les






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.