Lífið

Christina Aguilera berar bumbuna - og allt hitt

Christina Aguilera fetaði á dögunum í fótspor óléttra stallsystra sinna vestanhafs, og sýndi óléttubumbuna nakin í bandarísku útgáfu Marie Claire tímaritsins.

Söngkonan tjáði sig ekki um óléttuna fyrr en á fimmta mánuði, þegar vinkona hennar Paris Hilton missti tíðindin út úr sér við fjölmiðla. Þeir töldu sig raunar vita allt um málið, en sístækkandi þótti kúla á maga Christinu þótti benda til að eitthverju öðru en vel útilátnum kvöldverði væri um að kenna.

Stjarnan segist þó ekki hafa verið að fela neitt. ,,Fólk hélt að ég ætti mér þetta risavaxna leyndarmál, en það er alls ekki málið. Ég bara tjáði mig ekki um þetta." sagði Christina í viðtalinu.

Christina segir einnig að hún og Jordan Bratman, eiginmaður hennar til tveggja, ára hafi komist að því að hún væri ófrísk í miðju ,,Back To Basics" tónleikferðalagi hennar. Þau hafi hinsvegar ætlað að byrja að reyna að eignast barn þegar ferðalaginu lyki. ,,Ég hætti á pillunni því ég vissi ekki hvað þetta tæki langan tíma. Maður hefur heyrt að þetta geti tekið smá stund, nema með Kraftegginu og Ofursæðinu hérna." sagði stjarnan.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.