Lífið

Ragnar Th Sigurðsson sýnir í Fótógrafí

Ragnar Th. Sigurðsson opnar sýningu í ljósmyndagalleríinu Fótógrafi Skólavörðustíg 4 laugardaginn 1. desember frá klukkan 12 til 18. Sýningin stendur til 4. janúar. Sýningin nefnist Litir jarðar. Myndirnar eru allar teknar síðastliðið haust og sýna blæbrigði íslenskra villijurta í nærmynd. Ragnar sýnir á sér nokkuð nýja hlið því hann er þekktastur fyrir hefðbundnari landslagsmyndir. Ragnar Th. er með reyndari ljósmyndurum á Íslandi. Hann hóf störf á DB (gamla Dagblaðinu) árið 1975 og hefur starfað óslitið við fagið síðan. Ragnar hefur gefið út fjölda bóka, meðal annars í samstarfi við Ara Trausta Guðmundsson jarðeðlisfræðing.

Opið er í Fótógrafí alla daga í desember frá klukkan 12 til 18.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.