Lífið

Helena Christensen úr fötunum fyrir Playboy

Helena Christensen
Helena Christensen MYND/Getty
Súpermódelið danska, Helena Christensen, íhugar nú að fækka fötum fyrir frönsku útgáfu Playboy tímaritsins.

Hugh Hefner hefur ítrekað reynt að sannfæra stúlkuna um að sitja fyrir í bandarísku útgáfu blaðsins, en án árangurs.

,,Ég hef fleiri sinnum verið beðin um að sitja fyrir í amerísku útgáfunni, en alltaf sagt nei. Myndirnar í blaðinu eru einfaldlega ekki minn stíll. Franska útgáfan er hins eitthvað allt annað. Þeir taka fallegar myndir í svipuðum stíl og Vogue og Purple Magazine." sagði Helena í samtali við Extra blaðið.

Hún sagði við blaðið að hún ætti ekki í neinum vandræðum með að sýna líkama sinn. Það vildi hún þó einungis gera ef ljósmyndarinn væri góður og myndirnar smekklegar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.