Lífið

Marglitar rollur Madonnu valda reiði dýraverndunarsinna

Dýraverndunarsinnar eru ekki par hrifnir af Madonnu eftir nýjasta uppátæki hennar. Söngkonan litaði ull kinda á búgarði sínum bláa, bleika, gula og græna fyrir myndaþátt í Vogue Living.

Konunglegu dýraverndunarsamtökin, RSPCA, sögðu að gjörningurinn væri óábyrgt fjölmiðlavændi sem gæti orðið þess valdandi að fólk apaði eftir því. Madonna og eiginmaðurinn, Guy Richie, sögðust hinsvegar vera að heiðra minningu hins fræga ljósmyndara Cecil Beaton. Hann bjó á búgarði hjónanna í Wiltshire á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar.

Dýraverndunarsamtökin blása á þessi rök. ,,Hvaða þörf er á þessu? Þetta sendir út röng skilaboð um hvernig á að fara með dýr. Jafnvel þó liturinn sem þau nota sé ekki hættulegur, gætu aðrir hermt eftir og notað heilsuspillandi lit." sagði talsmaður samtakanna.

Myndaþátturinn verður í bókinni Vogue Living: Houses, Gardens, People. Hún fjallar um heimili og garða 36 frægra einstaklinga.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.