Lífið

Fyrsta jólabókin uppseld sex vikum á undan áætlun

MYND/Salka

Íslendingar virðast ætla að endurvekja bókaþjóðarstimpiilinn. Sala á jólabókum er með hressilegasta móti, og er fyrsta bókin orðin uppseld hjá útgefanda, 6 vikum á undan áætlun. Þetta er ævisaga Skáld-Rósu, sem er betur þekkt sem Vatnsenda-Rósa. Bókaútgáfan Salka taldi víst að prentað upplag bókarinnar mundi duga fram að jólum og rúmlega það. En lagerinn tæmdist strax og ekki hefur verið hægt að afgreiða viðbótarpantanir sem fóru að streyma inn frá verslunum vegna þess að bókin kláraðist mjög hratt.

Að sögn Hildar Hermóðsdóttur, framkvæmdastjóra Sölku, er hefðbundið upplag bókar af þessu tagi um 1.000 eintök og á að öllu jöfnu að duga fram að jólum. Þessi mikla eftirspurn eftir Skáld-Rósu kemur Hildi verulega á óvart, enda hefur bókin lítið sem ekkert verið kynnt. En um leið og ljóst varð í síðustu viku að Vatnsenda-Rósa var að seljast upp, 6 vikum á undan áætlun, pantaði Hildur viðbótarprentun.

Í bókinni rekur Sr. Gísli H. Kolbeins sögu Rósu Guðmundsdóttur, betur þekktrar sem Skáld-Rósu eða Vatnsenda-Rósu. Hún varð þjóðþekkt í lifanda lífi og er löngu orðin goðsögn. Rósa þótti bera af hvað varðar glæsileika og andlegt atgerfi. Hún var einstaklega hagmælt og orti ljóðabréf og stökur sem lifa á vörum Íslendinga enn í dag. En vart finnst það mannsbarn sem ekki þekkir upphafið á Vísum Vatnsenda-Rósu:

Augun mín og augun þín.

Ó þá fögru steina.

Mitt er þitt og þitt er mitt,

þú veist hvað ég meina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.