Lífið

Bachelorinn sendi báðar brúðirnar heim

Piparsveinninn Brad Womack hugleiðir málin í lok þáttarins.
Piparsveinninn Brad Womack hugleiðir málin í lok þáttarins.
Þau undur og stórmerki gerðust í lokaþætti nýjustu þáttaraðar The Bachelor að piparsveinninn sendi báðar tilvonandi brúðir sínar heim.

Piparsveinninn og bareigandinn Brad Womack, sagði tárvotum stúlkunum hvorri fyrir sig að hann væri einfaldlega ekki ástfanginn af þeim. Þetta þótti framleiðendum þáttarins léleg afsökun. Í yfirlýsingu frá höfundi þáttarins, Mike Fleiss, sagði hann að þetta væri dökkur endir á elleftu þáttaröðinni.

Áhorfendur voru brjálaðir, og rigndi kvörtunum yfir ABC sjónvarpsstöðina fyrir dónaskapinn. Stöðin hafði alla vikuna áður auglýst lokaþáttinn með viðtalsbút þar sem Womack segist hafa fundið hina einu sönnu ást. Einn áhorfenda sagðist á ABC.com hafa horft á allar þáttaraðirnar en nú væri nóg komið. Það væri helber dónaskapur af stöðinni að sýna þáttaröð með þessum svikula durti.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.