Lífið

Britney ræður einkaspæjara

Britney Spears snýr vörn í sókn.
Britney Spears snýr vörn í sókn.

Britney Spears hefur blásið til sóknar í forræðisdeilu sinni við Kevin Federline. Hún hefur nú ráðið einkaspæjara til að grafa upp eitthvað óhreint í fortíð Federlines en þeirri aðferð hefur hann sjálfur beitt gegn Britney með góðum árangri.

Spæjarar Federlines hafa verið duglegir við að finna ýmislegt misjafnt á Britney en nú ætlar söngkonan að snúa dæminu við. Heimildir tmz.com herma að Britney hafi orðið vitni að því að Federline reykti hass og drakk bjór fyrir framan börnin og vonast til að geta snúið vonlausri baráttu sinni um forræði barna sinna tveggja á réttan veg.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.