Lífið

Dreymir um Dagvakt á sveitasetri

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Geðsveiflur Georgs verða vart minni í Dagvaktinni en í Næturvaktinni.
Geðsveiflur Georgs verða vart minni í Dagvaktinni en í Næturvaktinni.

„Nei, Dagvaktin mun ekki gerast á bensínstöð," segir Jóhann Ævar Grímsson, einn handritshöfunda Næturvaktarinnar, sem hlaut tvenn verðlaun á Eddunni um síðustu helgi. Hann vinnur nú að framhaldi á þáttunum sem mun bera titilinn Dagvaktin.

„Nákvæmleg sviðsetning er ekki komin á hreint en draumurinn er að láta þetta gerast á einhverju litlu sveitabýli," bætir Jóhann við. Vísir náði tali af Jóhanni þar sem hann sat sveittur við handritsskriftir ásamt Jörundi Ragnarssyni, sem leikur eitt aðalhlutverkið í þáttunum.

Að sögn Jóhanns Ævars munu tökur á Dagvaktinni hefjast í mars og þættirnir verða svo sýndir á Stöð 2 næsta haust. „Við erum ekki komnir mjög langt með að skrifa handritið, en það er ljóst að Georg Bjarnfreðarson og félagar verða áfram í aðalhlutverki," segir Jóhann að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.