Lífið

Baltasar Kormákur veislustjóri hjá Jóni Ásgeiri og Ingibjörgu

Baltasar og Lilja
Baltasar og Lilja MYND/Fréttablaðið
Baltasar Kormákur verður veislustjóri í brúðkaupi aldarinnar á morgun þegar Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir ganga í hjónaband.

Baltasar er mágur Ingibjargar, en hann er giftur systur hennar, Lilju Pálmadóttur. Hann vildi ekki staðfesta að hann sæi um veislustjórnina þegar Vísir náði tali af honum. Sagði að það hefði gleymst að segja sér það ef svo væri.

Leikstjórinn er skemmtilegur maður og mun örugglega ekki eiga í vandræðum með að halda uppi stuði í veislunni. Hún er skipulögð frá a-ö af breska viðburðafyrirtækinu élan og verður væntanlega hin glæsilegasta.

Um þrjúhundruð manns munu gleðjast með hjónunum í Hafnarhúsinu, en þar er búið að reisa risavaxið tjald svo ekki væsi um brúðkaupsgesti. Meðal þeirra sem spila í veislunni eru Gus Gus og Nýdönsk. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sér Exton um hljóðerfið. Ætlað að leiga þess kosti ekki undir tveimur milljónum króna, en nær allur mannafli fyrirtækisins hefur unnið við brúðkaupið frá því í byrjun vikunnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.