Lífið

Alicia Keys varð næstum strippari

Alicia Keys þakkar mömmu sinni árangurinn í bransanum.
Alicia Keys þakkar mömmu sinni árangurinn í bransanum.

Ef það væri ekki fyrir móður hennar þá væri Alicia Keys einhver allt önnur en hún er í dag.

Keys sem núlega gaf út plötuna "As I Am" segir að þegar hún var finna sér sviðsnáfn hafi hún flett í gegnum orðabók og stoppað við orðið "wild".

Hún segir í viðtali við Newsweek að hún hafi spurt móður sína hvernig nafnið Alicia Wild hljómaði.

"Það hljómar eins og þú sért strippari," svaraði móðir hennar.

Eftir það ákvað hún að nota nafnið Keys. En hún er skírð Alicia Augello—Cook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.