Lífið

Bjóða upp á brjóstahöld með J-skálum

Það eru ýmsar hliðar á sístækkandi mittismáli Vesturlandabúa.

Marks og Spencer hefur ákveðið að fjölga stærðum í nærfatalínu sinni, og mun innan skamms bjóða upp á brjóstahaldara með J-skálum. Áður fékkst ekkert stærra en G-skálar, en núna bætarst GG, H, HH, og fyrrnefnt J við.

Þetta gerir fyrirtækið til að bregðast við sístækkandi brjóstum breskra kvenna. Sala á stærri brjóstahöldurum hefur nær tvöfaldasat á undanförnum þremur árum og er nú fjórðungur seldra brjóstahaldara með stærri skálum en D. Á fimm árum hefur algengasta stærðin farið úr 34B í 36C.

Brjóstin haldast í hendur við aðra sístækkandi líkamshluta Breta. Rannsóknir prófessors við Trent háskóla benda til þess að ástæðan gæti verið svipuð fyrir þeim öllum - aukin næring og of lítil hreyfing.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.