Lífið

Brad Pitt að brjálast úr afbrýðissemi

Það myndu ekki allir skipta Brad út fyrir James McAvoy.
Það myndu ekki allir skipta Brad út fyrir James McAvoy. MYND/Getty
Rómans á hvíta tjaldinu getur auðveldlega orðið að einhverju öðru og meira. Þetta vita Brad Pitt og Angelina Jolie manna best - enda kynntust þau á tökustað meðan Brad var ennþá giftur Jennifer Aniston.

Brad er því ekki hress með nýjustu mynd Angelinu sinnar, Wanted , en þar leikur hún í nokkrum krassandi ástarsenum með mótleikara sínum, James McAvoy.

Life & Style hefur það eftir nánum vini parsins að Brad sé í raun logandi afbrýðissamur. ,,Brad veit að þetta er bara bíómynd, en það var samt sárt að horfa á þau saman." sagði vinur parsins. ,, Hún hefur ekki gert neinn svona erótískt frá því hún lék í Mr. and Mrs. Smith.'"

Til að bíta höfuðið af skömminni var mörgum af grófustu atriðunum bætt við að beiðni Angelinu. Að sögn blaðsins fékk hún uppáhalds handritshöfundinn sinn, Dean Georgaris, til þess að bæta við samskipti persónanna.

,,Breytingarnar þýddu það að hún getur eytt mun meiri tíma með James, og kynferðisleg spenna á milli þeirra stórjókst." Vinurinn bætti við að þau hefðu orðið afar náin á meðan á tökum stóð og að Angelina hefði sérpantað atriði þar sem þau eru nakin saman í baði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.