Geir betri söngvari en pólitíkus? 15. nóvember 2007 14:39 Geir er margt til lista lagt. MYND/Fréttablaðið Geir H. Haarde forsætisráðherra sýnir á sér nýja og óvænta hlið í viðtækjum landsmanna þessa dagana, en hann syngur lag á nýrri plötu South River Band - Allar stúlkurnar. Platan verður seld til styrktar MS félaginu á vefnum Tónsprotinn.is, sem verður opnaður í dag. ,,Mér finnst Geir tvímælalaust sýna betri takta í söngnum en pólitíkinni." segir Ögmundur Jónasson alþingismaður, en hann opnar vefinn formlega klukkan fimm í dag. ,,Ég vildi óska þess fyrir hönd þjóðarinnar að hann væri eins góður pólitíkus og söngvari." ,,Ekki svo að skilja að Geir sé ekki margt vel til lista lagt í pólitík." sagði Ögmundur. Aðspurður hvort hann muni taka lagið af tilefninu segir Ögmundur svo ekki vera: ,,Nei, ég því miður bý ekki yfir þessum hæfileika að geta sungið. Ég bý hinsvegar yfir því að geta metið góða tónlist. Ég hef gaman af því að hlusta á fólk syngja, þar á meðal Geir H. Haarde sem er með sérstaklega góða söngrödd." Á vefsíðu Tónsprotans segir að vefnum sé ætlað að vera vettvangur fyrir þá tónlistarmenn sem vilja bjóða tónlist sína fram á einum stað - á netinu - og styrkja í leiðinni gott málefni. Öllum kostnaði við verslunina er haldið í lágmarki til að diskarnir verði á samkeppnishæfu verði þó stór hluti af söluverði þeirra renni til styrktar góðum málefnum. Síðan á rætur sínar að rekja til þess að South River Band höfðu gefið út fjóra diska, sem voru seldir í símasölu til styrktar góðgerðarmálum. Diskar sveitarinnar hafa hinsvegar ekki verið fáanlegir í verslunum. Hljómsveitarmeðlimir vildu gjarnan halda áfram að styrkja góð málefni í gegnum útgáfu sína en einnig vildu þeir gera tónlist sína aðgengilegri fyrir fólk, án þess þó að gera hefðbundna dreifingarsamninga. Niðurstaðan varð sú að koma á laggirnar vefverslun. Þegar sú ákvörðun lá fyrir kom á daginn að fjöldi tónlistarmanna höfðu áhuga á að taka þátt í starfseminni og selja þeir tónlist sína nú á síðunni til styrktar góðum málefnum. Mest lesið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
Geir H. Haarde forsætisráðherra sýnir á sér nýja og óvænta hlið í viðtækjum landsmanna þessa dagana, en hann syngur lag á nýrri plötu South River Band - Allar stúlkurnar. Platan verður seld til styrktar MS félaginu á vefnum Tónsprotinn.is, sem verður opnaður í dag. ,,Mér finnst Geir tvímælalaust sýna betri takta í söngnum en pólitíkinni." segir Ögmundur Jónasson alþingismaður, en hann opnar vefinn formlega klukkan fimm í dag. ,,Ég vildi óska þess fyrir hönd þjóðarinnar að hann væri eins góður pólitíkus og söngvari." ,,Ekki svo að skilja að Geir sé ekki margt vel til lista lagt í pólitík." sagði Ögmundur. Aðspurður hvort hann muni taka lagið af tilefninu segir Ögmundur svo ekki vera: ,,Nei, ég því miður bý ekki yfir þessum hæfileika að geta sungið. Ég bý hinsvegar yfir því að geta metið góða tónlist. Ég hef gaman af því að hlusta á fólk syngja, þar á meðal Geir H. Haarde sem er með sérstaklega góða söngrödd." Á vefsíðu Tónsprotans segir að vefnum sé ætlað að vera vettvangur fyrir þá tónlistarmenn sem vilja bjóða tónlist sína fram á einum stað - á netinu - og styrkja í leiðinni gott málefni. Öllum kostnaði við verslunina er haldið í lágmarki til að diskarnir verði á samkeppnishæfu verði þó stór hluti af söluverði þeirra renni til styrktar góðum málefnum. Síðan á rætur sínar að rekja til þess að South River Band höfðu gefið út fjóra diska, sem voru seldir í símasölu til styrktar góðgerðarmálum. Diskar sveitarinnar hafa hinsvegar ekki verið fáanlegir í verslunum. Hljómsveitarmeðlimir vildu gjarnan halda áfram að styrkja góð málefni í gegnum útgáfu sína en einnig vildu þeir gera tónlist sína aðgengilegri fyrir fólk, án þess þó að gera hefðbundna dreifingarsamninga. Niðurstaðan varð sú að koma á laggirnar vefverslun. Þegar sú ákvörðun lá fyrir kom á daginn að fjöldi tónlistarmanna höfðu áhuga á að taka þátt í starfseminni og selja þeir tónlist sína nú á síðunni til styrktar góðum málefnum.
Mest lesið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira