Lífið

Tapa sex milljónum á kvöldi á verkfallinu

Verkfall handritshöfunda er ekkert grín. Að minnsta kosti ekki ef maður heitir Jay Leno eða David Letterman, en hætt var að framleiða þætti þeirra um leið og verkfallið hófst. Þáttastjórnendurnir, sem eru afar háðir handritshöfundum til þess meðal annars að semja mónólógana í upphafi þáttanna, tapa hver um sig jafnvirði sex milljóna á kvöldi á verkfallinu.

Leno og Letterman hafa ekki fengið borgað frá NBC og CBS, sjónvarpsstöðvunum sem þættir þeirra eru sýndir á, frá því fimmta nóvember, þegar verkfallið hófst. Þetta hefur New York Post eftir heimildarmönnum innan sjónvarpsbransans.

Þeir eiga þó líklega enn fyrir salti í grautinn. Leno þénar um 1600 milljónir á ári fyrir þátt sinn, en Letterman heilar 1890 milljónir.

Letterman greiðir þó enn starfsfólki sínu, en óvíst er hve lengi það heldur áfram. NBC sjónvarpsstöðin hefur sagst ætla að byrja að segja upp starfsfólki í lok vikunnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.