Lífið

Anita Briem leikur í The Tudors

MYND/Fréttablaðið
Anita Briem leikkona mun leika í næstu seríu períódudramans ,,The Tudors", sem meðal annars er sýnt á Stöð 2. Á vef Contact Music segir að Aníta mun leika Jane Seymour, þriðju eiginkonu Henry VIII, sem er leikinn af hinum langt því frá ómyndarlega Jonathan Rhys Meyers.

Þættirnir eru gríðarvinsælir og hafa unnið til tveggja Grammý verðlauna auk þess að hafa verið til tveggja í viðbót. Þeir fjalla um líf og ástir Tudor fjölskyldunnar og þá helst Henrý VIII. Hann er þekktastur fyrir að hafa staðið fyrir aðskilnaði bresku kirkjunnar og þeirrar rómversk-kaþólsku, og að hafa átt sex eiginkonur, margar hverra urðu ekki langlífar.

Þriðja eiginkona hans var einmitt Jane Seymour, sem Anita mun leika. Henni trúlofaðist Henry degi eftir að hann lét hálshöggva fyrri konu sína, Anne Boylin, og giftist tíu dögum síðar. Hún er almennt talin stóra ástin í lífi kóngsins, ekki síst fyrir þær sakir að hún fæddi honum karlkyns erfingja sem hann hafði lengi þráð.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.