Lífið

Ryan Philippe á barmi sjálfsvígs eftir skilnaðinn

MYND/Getty
Ryan Phillipe var um það bil að því kominn að fremja sjálsvíg eftir að hann skildi við Reese Witherspoon í fyrra, eftir sjö ára hjónaband.

,,Eftir skilnaðinn var ég algjört flak líkamlega. Mig langaði að deyja." sagði Philippe við vetrarútgáfuna af breska tímaritinu Man About Town. ,,Ég var reiðubúinn að drepa mig. Ég sinnti sjálfum mér alls ekkert. Ég vaknaði á morgnana og grét og ældi."

Leikarinn kann þó að kreista það besta út úr reynslunni. Hann sagði einnig að skilnaðurinn hefði gert sig að betri leikara. Nú tæki það hann miklu skemmri tíma að gráta eftir pöntun.

,,Núna er það ekkert mál." sagði Philippe. ,,Þegar ég var yngri var hreinlega ekki nógu mikið að gráta yfir. Síðan ég eignaðist börn finnst mér ég standa mig betur í vinnunni vegna þess að líf mitt er ríkara og fljóknara og ég hef upplifað svo margar hæðir og lægðir."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.