Lífið

Örvæntingarfullar húsmæður falla fyrst

Eva Longoria ræðir við fjölmiðla umkringd handritshöfundum.
Eva Longoria ræðir við fjölmiðla umkringd handritshöfundum. MYND/Getty
Kjarabarátta handritshöfunda í Hollywood hefur lagt sitt fyrsta fórnarlambið að velli. Framleiðslu á Desperate Housewives var frestað í gær, eftir að handritin kláruðust.

Handritshöfundarnir svelta þó ekki í bili þó þeir séu komnir í verkfall. Þegar tökum á síðustu atriðunum lauk skaust Eva Longoria út með pizzur fyrir höfundana sem mótmæltu kjörum sínum fyrir utan tökustað.

Longoria þó hefur greinlega áhyggjur af handritshöfundunum. ,,Ég er með heilt kvikmyndatökulið sem mun eiga skelfileg jól af því það finnst engin lausn á þessu máli. Það hefur áhrif á mig ef fólk missir heimili sín og getur ekki fengið enda til að ná saman" sagði hin umhyggjusama Longoria.

Handritshöfundarnir lögðu niður vinnu á mánudag. Þegar þeir fóru síðast í verkfall fyrir tuttugu árum síðan er talið að það hafi kostað kvikmyndaiðnaðinn um 30 milljarða króna. Áætlað er að kostnaður vegna verkfallsins nú geti numið allt að tvöfaldri þeirri upphæð.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.