Lífið

Aska Yrsu seld til Þýskalands og Póllands

Hróður Yrsu Sigurðardóttur berst nú víða um heim.
Hróður Yrsu Sigurðardóttur berst nú víða um heim.

Útgáfuréttur á nýjustu glæpasögu Yrsu Sigurðardóttur, Ösku, sem kemur í verslanir fljótlega, hefur þegar verið seldur til Þýskalands og Póllands.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bókaforlaginu Veröld sem gefur út bækur Yrsu hér á landi. Aska er þriðja glæpasaga Yrsu en fyrsta bók hennar, Þriðja táknið, hefur notið mikillar hylli í útlöndum. Þannig hefur útgáfurétturinn á henni verið seldur til Tyrklands nýlega og þar með er ljóst að bókin kemur út á 31 tungumáli. Engin íslensk skáldsaga eftir núlifandi rithöfund er væntanleg á jafn mörgum erlendum tungumálum og Þriðja táknið eftir því sem segir í tilkynningu Veraldar.

Við þetta bætist að önnu bók Yrsu, Sér grefur gröf, verður gefin út bæði austan hafs og vestan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.