Lífið

Yfirlýst og fótosjoppað - fegurð að hætti Britney Spears

Það er ekkert auðvelt að skilja nákvæmlega hvernig Britney Spears, sem hefur litið allt annað en glæsilega út undanfarið, tókst að vera jafn glæsileg og raun ber vitni á umslagi Blackout, nýjustu plötu hennar.

Það er erfitt að sjá að um sömu manneskju sé að ræða.

Grafísku hönnuðurnir sem hönnuðu plötuumslagið eru að minnsta kosti mjög færir í sínu starfi. Poppprinsessan léttist um mörg kíló, eignaðist rass og læri sem ballerínur gætu verið stoltar af og útrýmdi misfellum á húð á síðum plötuumslagsins. Svo vel tókst til að það er erfitt að sjá að um sömu manneskju sé að ræða.

Spears er búin að eiga erfitt uppdráttar frá því hún skildi við eiginmann sinn, Kevin Federline, á síðasta ári. Eftir margra mánaða sukk rakaði hún hárið af sér fyrir framan vökul augu heillar hjarðar af paparössum í febrúar á þessu ári. Nokkrum áfengismeðferðum og furðulegum uppákomum síðar var hún svo svipt forræði yfir sonum sínum tveimur. Fyrir tveimur vikum missti hún svo af lyfjaprófi sem dómari í forræðismáli hennar skipaði henni í og var í kjölfarið meira að segja bannað að hitta þá án eftirlits.

Fær grafískur hönnuður getur gert kraftaverk.

Og það er ekki eina lögfræðimálið sem fyrrverandi óskabarn bandarísku þjóðarinnar stendur í. Fyrir skemmstu fór Johnny Wright, sem var umboðsmaður Spears frá 1999 til 2003, í mál við hana. Hann segir að hún skuldi sér um 860 þúsund í umboðslaun. ,,Ég vildi ekki fara í mál við hana en hún gerði mér ekki auðvelt fyrir að leysa þetta á annan hátt." sagði Wright, sem vann fyrst með Spears þegar hún var fimmtán ára gömul. ,,Hún var alltaf ofboðslega góð í því sem hún gerði og hörkudugleg. Það er mjög leiðinlegt að sjá hvernig hefur farið fyrir henni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.