Lífið

Paul McCartney með giftri konu í Hamptons

MYND/Getty
Paul McCartney virðist nú einbeita sér að því að gleyma vandræðaganginum í kringum skilnað hans og Heather Mills. Dagblaðið the Sun náði myndum af bítlinum fyrrverandi í faðmlögum við gifta konu á Hamptons sumarleyfisstaðnum á Long Island í New York.

McCartney og Nancy Shevell, vellauðug viðskiptakona frá New York, hófu helgina á rómatískum kvöldverði í East Hampton. Parið sat til þrjú um nóttina, sötraði kokteila og spjallaði. Næstu þremur dögum eyddu þeim í rómantíska göngutúra á ströndinni, spjall yfir morgunverði, og drykki á síðkvöldum. Þau deildu tíma sínum milli glæsihýsa hvors annars, sem eru í um tíu kílómetra fjarlægð hvort frá öðru á leikvelli milljónamæringanna í Hamptons. Á einum tímapunkti sást til bítilsins taka utan um Shevell og kyssa hana.

Shevell giftist Bruce Blakeman, sem er meðeigandi í lögfræðistofu í New York, árið 1984 og eiga þau einn son á unglingsaldri saman. Þau eru mjög virkir félagar í repúblíkanaflokknum og styrktu kosningabaráttu George Bush Bandaríkjaforseta árið 2004.

Shevell er aðstoðarforstjóri flutningafyrirtækis fjölskyldu sinnar í New Jersey. Hún gekk undir nafninu Nancy Shevell Blakeman, en hætti að nota nafn eiginmannsins fyrir skemmstu.

Það sást til skötuhjúanna í Hamptons nokkrum sinnum í ágúst síðastliðinn. Þau umgangast svipað fólk, og hefur því verið boðið í mörg sömu samkvæmin, þar sem þau hafa líklega kynnst.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.