Lífið

Bauð fimm hundruð glæpamönnum í veislu hjá Ozzy Osbourne

MYND/Getty
Uppátækjasamur lögregluforingi bauð 500 eftirlýstum glæpamönnum í partý hjá Ozzý Osbourne. 30 þeirra mættu og voru handteknir á staðnum. Ozzy sjálfum finnst hann hinsvegar hafa verið misnotaður.

Óhefðbundnar aðferðir lögreglustjórans Paul Laney fóru svo fyrir brjóstið á Ozzy að hann krefst nú opinberrar afsökunarbeiðni. Laney bauð mjög einfaldlega 500 glæpamönnum í samkvæmi á Fargo næturklúbbnum, sem er steinsnar frá stað þar sem Ozzy hélt sama kvöld tónleika með Rob Zombie. Af boðskortinu mátti ráða að samkvæmið væri í tengslum við tónleikana.

Þrjátíu mannanna bitu á agnið og dúsa nú í fangageymslum.

,,Í stað þess að halda blaðamannafund og monta sig ætti hann að biðja mig afsökunnar á því að nota nafn mitt í tengslum við þessar handtökur." sagði í yfirlýsingu frá Ozzy. ,,Þetta er móðgun við mig og aðdáendur mína og sínir hversu lélegur þessi lögreglustjóri er í starfi sínu"

Laney fannst þó ekkert athugavert við aðferðina. ,,Við ætluðum aldrei að móðga herra Osbourne. Við beittum einungis mjög hugmyndaríkri aðferð til að fanga eftirlýsta glæpamenn"





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.