Lífið

Hamborgarar eru ekkert óhollir

Tómas Tómasson
Tómas Tómasson MYND/Fréttablaðið

Tómas Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Hamborgabúllunni, er ekkert ófeiminn við að neyta eigin veitinga. Tommi, sem á að baki áratugareynslu í rekstri hamborgarabúlla, þreytist ekkert á borgurunum. Hann borðar þvert á móti lágmark einn eða tvo á hverjum degi og hlakkar til hvers dags þegar hann getur fengið sér hamborgara.

Þetta kemur fram í þætti Sirrýar, Örlagadeginum, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudaginn.

Ekki virðast hamborgararnir setjast utan á Tomma, því hann er í þrælfínu formi - sem hann þakkar reyndar Bubba Morthens fyrir. Svo hefur Tommi reyndar ýmislegt fyrir stafni. Hann hefur stofnað fjölda veitingastaða og á börn á aldrinum 8 mánaða til fertugs.

Sirrý lofar hressilegum þætti, enda er Tommi maður fólksins og hefur marg oft slegið í gegn hjá þjóðinni. Hann er einlægur í viðtalinu og segir frá sigrum og ósigrum í viðskiptalífinu, auk þess sem frábærar myndir frá 80´s tímabilinu á Hard Rock verða sýndar í þættinum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.