Lífið

Stella ósátt við Heather Mills

MYND/Getty
Sótt er að hinni einfættu Heather Mills úr öllum áttum. Fyrir helgi skammaði Fergie, hertogaynjan af York hana fyrir umdeilt sjónvarpsviðtal sem hún veitti um daginn. Botninn tók líklega úr núna en Stella McCartney, dóttir Pauls, hefur sett svolítið sérstakan skartgrip á markað.

Í nýrri skartgripalínu Stellu, sem hún kynnti í París í síðasta mánuði, var að finna myndarlega hálsfesti. Hún mun kosta rúmar 35 þúsund krónur, og er skreytt með stökum silfruðum fótlegg.

Festinni var vel tekið þegar línan var kynnt, þó einhverjir hafi haft áhyggjur af því að svo augljóst skot á stjúpmóðurina fyrrverandi yrði óvinsælt.

Það hefur aldrei verið hlýtt milli Mills og stjúpdótturinnar. Stella var víst ekki hrifin af ráðahagnum, en hún vildi meina að Mills væri einungis að sækjast eftir auðæfum föður síns. Í síðustu viku gagnrýndi Mills, sem missti annan fótinn í bílslysi, bítladótturina fyrir að hafa orðið valda að skilnaði hennar og Pauls McCartney.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.