Lífið

Fimm ára kláðinn drepur hjónabandið

Það skal tekið fram að myndin tengist textanum ekki. Brúðhjónin á þessari mynd eru eftir áreiðanlegum heimildum hamingjusamlega gift.
Það skal tekið fram að myndin tengist textanum ekki. Brúðhjónin á þessari mynd eru eftir áreiðanlegum heimildum hamingjusamlega gift. MYND/Fréttablaðið

Nýgift fólk hefur hingað til getað átt von á sjö árum í sambúð áður en innanmein gera vart við sig og ganga jafnvel af sambandinu dauðu. Nú hafa nýjar rannsóknir leitt í ljós að hættumerkjanna verður vart eftir aðeins fimm ár.

Vísindamenn hafa uppgvötvað að hjón eru orðin uppgefin á hvort öðru á fjórða ári hjónabandsins og að hættan á skilnaði er hvað mest rétt fyrir fimm ára afmæli sambandsins. Rannsókn sem náði til Bandaríkjanna, Rússlands og Norðurlandanna leiddi þetta í ljós.

Hveitibrauðsdagarnir duga í allt að fimm ár en síðan eru mestar líkur á skilnaði milli fimm og tíu ára í sambandinu. Nái hjón að halda saman þann tíma eru allar líkur á að sambandið haldi til æviloka. Það var meðal annars Max Planck stofnunin í Þýskalandi sem stóð að þessari rannsókn og einn af talsmönnum stofnunarinnar segir að á seinni árum hjónabandsins hafi parið þróað með sér ýmis ferli til að mæta vandamálum sem upp koma í sambandinu.

Jafnframt kom í ljós að því eldri sem viðkomandi er þegar hann gengur í hjónaband því meiri líkur eru á að það haldi. Ungir borgarbúar séu hinsvegar þeir sem skilji oftast






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.