Lífið

Hannes ánægður með hlaupið

MYND/Hörður Sveinsson

„Þetta gekk helvíti vel," segir Hannes Smárason, en hann lauk New York maraþoni á fjórum klukkustundum og fimmtíu mínútum. Hannes segir að þetta hafi verið sérstaklega skemmtileg upplifun og mikið mannlíf í hlaupinu.

Um 50 Íslendingar tóku þátt og þar af voru 25 á vegum Glitnis. „Félagar mínir höfðu æft töluvert en ég meiddist á hné og gat ekki byrjað að æfa fyrr en í ágúst," segir Hannes þegar hann er spurður að því hvort mikill undirbúningur hafi búið að baki hlaupinu. Hannes mun svo snúa aftur til vinnu eftir helgi, ánægður með afrek helgarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.