Lífið

Hannes ætlar að hlaupa maraþon fyrir fertugt

Hannes Smárason
Hannes Smárason MYND/Fréttablaðið
Hannes Smárason forstjóri FL Group hleypur í New York Maraþoninu á sunnudag ásamt 30 starfsmönnum fyrirtækisins og vinum sínum Magnúsi Ármanni stjórnarmanni í FL Group og 365, Bjarna Ármannssyni stjórnarformanni REI og Þorsteini M. Jónssyni stjórnarformanni Glitnis.

,,Þetta snerist nú eiginlega um að klára þetta áður en klukkan slær í fertugt" sagði Hannes í hádegisviðtalinu á Stöð 2, en þetta er í fyrsta sinn sem Hannes reynir við maraþon. Það er því ekki seinna vænna því Hannes verður fertugur 25. nóvember næstkomandi.

Maraþonhlaup eru ekki á hvers manns færi. Hlaupið er rúmir 42 kílómetrar og þykir það gott ef áhugamenn hlaupa það á minna en fjórum tímum. Aðspurður hvort hann hefði verið duglegur að æfa sig svaraði hann: ,,Ekki nógu, en vonandi nógu duglegur til að komast á leiðarenda".





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.