Lífið

Posh stundar ekki líkamsrækt út af fatavandræðum

Victoria Beckham stundar ekki líkamsrækt. Ástæðan er sú að hún getur ekki fyrir nokkra muni ákveðið hverju hún á að klæðast í puðinu.

Posh sagði í viðtali hjá Ellen Degeneres að hún stundaði enga líkamsrækt, vegna þess að það væri svo svakalega erfitt að ákveða í hverju hún ætti að vera.

Þess í stað sagðist hún halda sér í formi með því að eltast við drengina sína þrjá. ,,Þeir spila fótbolta" sagði hún ,,Stundum kasta þeir boltanum í mig og ég þarf að forðast þá og það heldur mér eiginlega í formi."

Miðað við holdarfar Posh þá eru drengirnir þrír ágætis líkamsrækt, en snobbkryddið sagði Ellen að hana langaði samt í fleiri börn. Og þá helst stelpu.

Tónleikaferðalag Kryddpíanna, sem hefst í desember, kemur væntanlega í veg fyrir slíkar fyrirætlanir á næstunni, en Victoria sagði Ellen að hún hyggðist samt ekki hætta að æfa sig.

,,Ég er að fara í langt tónleikaferðalag og vil því ekki verða ófrísk." sagði Posh. ,,Við munum samt æfa okkur og sjá hvað setur. "





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.