Lífið

Rúnar í 17. sæti á alþjóðlegu pókermóti

Frá pókermóti sem haldið var í Dugguvogi fyrr á árinu.
Frá pókermóti sem haldið var í Dugguvogi fyrr á árinu.

Íslenski pókerspilarinn Rúnar Rúnarsson er í 17. sæti af þeim 122 keppendum sem eftir eru á EPT Dublin mótinu í Evrópumótaröðinni í Póker sem nú fer fram á Írlandi.

Mótið heldur áfram í dag en því líkur á laugardag þegar þeir sem eftir standa leiða saman hesta sína á lokaborðinu.

Alls hófu 221 þáttakendur leik en 99 eru hafa lokið keppni. 45 milljónir íslenskra króna koma í hlut sigurvegara mótsins.

Rúnar hefur áður tekið þátt í stórmótum í póker og lenti meðal annars í öðru sæti á móti í París fyrr á þessu ári. Rúnar hlaut þá 17 milljónir í verðlaunafé.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.