Lífið

Gagnrýnendur eru hrifnir af nýjustu plötu Britney

Stúlkan fékk ekki alveg jafn góða dóma fyrir frammistöðu sína á MTV tónlistahátíðinni fyrr í haust.
Stúlkan fékk ekki alveg jafn góða dóma fyrir frammistöðu sína á MTV tónlistahátíðinni fyrr í haust. MYND/Getty
Það er sennilega margt sem betur mætti fara í lífi Britney Spears, en gagnrýnendur fara aldrei þessu vant alveg afburða vel með nýjustu afurð stúlkunnar. Fjöldi fjölmiðla hafa kallað nýjustu plötu Spears, Blackout, þá bestu sem hún hefur gert.

Tónlistargagnrýnandi AP segir að ekki einungis sé platan bara skrambi góð, heldur sé hún hreinlega besta plata hennar nokkru sinni - stórsigur, sem ekki sé eitt einasta slæmt lag á. Þá segir gagnrýnandi BBC segir að lag Spears, Piece of Me, sé meistaraverk.

Meira að segja þeir gagnrýnendur sem hafa eitthvað slæmt um stúlkuna að segja geta ekki annað en hrósað henni. Þannig segir gagnrýnandi Chicago Tribute að Blackout sé tónlistarlega langbesta plata sem Spears hafi gert, þó hana skorti allan persónuleika.

Fyrsta smáskífan af blackout, ,,Gimme More", situr í þrettánda sæti Billboard listans, og Blackout er nú sú plata sem mest er sótt í vefverslun iTunes.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.