Lífið

Íslenskir milljarðamæringar í New York maraþoninu

Andri Ólafsson skrifar
Hannes og Bjarni ætla að hlaupa 42 kílómetra á sunnudag.
Hannes og Bjarni ætla að hlaupa 42 kílómetra á sunnudag.

Á sunnudaginn fer hið víðfræga New York maraþon fram en þá verða hlaupnir 42 kílómetrar um öll fimm hverfi borgarinnar. Alls eru 55 íslendingar skráðir til leiks en athygli vekur að þar á meðal eru nokkrir af atkvæðamestu kaupsýslumönnum landsins.

Af þeim má nefna Bjarna Ármansson stjórnarformann REI, Hannes Smárason forstjóra FL Group, Þorsteinn M. Jónsson stjórnarformann Glitnis og stjórnarmann í FL Group og Magnús Ármann stjórnarmann í 365 og FL Group.

Bjarni Ármannsson er sá eini úr þessum hópi sem ekki er í stjórn FL Group. Hann tengist þó félaginu því FL Group er einn stærsti eigandinn í REI.

FL Group ætlar greinilega að setja sitt mark á New York Maraþonið í ár því auk fyrrgreindra stjórnarmanna munu nokkrir af helstu lykilstarfsmönnum fyrirtækisins taka þátt.

Af þeim má nefna: Bernhard Bogason, Einar Þorsteinsson, Guðlaug Örn Jónsson, Markús Hörð Árnason, Martin Niclasen, Rut Baldursdóttir og

Þórdísi Sif Sigurðardóttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.