Lífið

Britney endurheimtir umgengnisrétt við börnin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Britney Spears á ekki sjö dagana sæla.
Britney Spears á ekki sjö dagana sæla.
Britney Spears fær að hitta börnin sín þrisvar sinnum í viku undir eftirliti samkvæmt úrskurði dómara. Söngstjarnan þarf hins vegar að mæta vikulega í áfengis- og lyfjapróf og sækja reglulega námskeið í foreldrafærni. Kevin Federline, fyrrverandi eiginmaður Spears fékk fullt forræði yfir börnunum í byrjun október. Dómarinn, Scott Gordon, hefur áður veitt Britney umgengnisrétt við börnun en svipt hana réttinum aftur, aðallega vegna áfengis- og fíkniefnavanda hennar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.