Lífið

Verkfall handritshöfunda gæti valdið holskeflu raunveruleikaþátta

Margar af stærstu sjónvarpsþáttaröðum í Bandaríkjunum, á borð við Grey's Anatomy og Heros gætu lent í vandræðum vegna yfirvofandi verkfalls handritshöfunda.

Búist er við að handritshöfundar í Los Angeles fari í verkfall náist ekki nýir kjarasamningar ekki, en núverandi kjarasamningar þeirra renna út á morgun. Stéttarfélag rithöfunda vill að félagsmenn sínir fái greitt fyrir birtingu verka sinna á netinu og í farsímum.

Sjónvarpsstöðvar hyggjast mæta mögulegum skorti á leiknu sjónvarpsefni með auknu framboði raunveruleikaþátta

Handritshöfundar fóru síðast í verkfall árið 1988, með þeim afleiðingum að fjölda sjónvarpsþátta seinkaði. Talið er að það verkfall hafi kostað iðnaðinn um 500 milljónir dollara.

Fari svo að handritshöfundar fari í verkfall gætir áhrifa þess ekki strax þar sem sjónvarpsstöðvar eiga nóg af handritum að þáttum til að endast út árið. Dragist það á langinn munu áhorfendur hinsvegar verða varir holskeflu endursýninga, spurninga- og raunveruleikaþátta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.