Lífið

Segir Heather Mills hafa hrætt gæludýr til dauða

Heather Mills er annálaður dýravinur
Heather Mills er annálaður dýravinur MYND/Getty
Nágrannakona Heather Mills segir að flugeldasýning sem bítlaeiginkonan fyrrverandi hélt hafi drepið hundinn sinn.

Glow, fimm ára Weimaranertík Söndru Rowbury, dó morguninn eftir risavaxna flugeldasýninguna úr þarmabólgu sem nágrannakonan segir að sé afleiðing mikillar skelfingar sem hundurinn varð fyrir.

Flugeldasýningin, sem kostaði tæpa eina og hálfa milljón, var haldin í tilefni af fjögurra ára afmæli Beatrice, dóttur Mills og Paul McCartney. Tuttugu mínútur af sprengingum og ljósadýrð olli mikilli skelfingu í nágrenninu. Rowbury segir að fimmtán hestar sínir hafi einnig tryllst af hræðslu meðan Mills og vinir supu kampavín og nutu sýningarinnar.

The Sun hefur það eftir vinum Mills að hún og systir hennar hafi báðar verið með hunda sína í boðinu og þeim hafi ekki orðið meint af. ,,Ef hundurinn dó út af sýningunni yrði Heather í rusli. Hún er mikill dýravinur" sagði vinurinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.