Lífið

Jackson gæti misst Neverland

MYND/Getty
Michael Jackson gæti misst Neverland, þar sem hann hefur ekki staðið við greiðslur af eins og hálfs milljarðs króna láni sem hvílir á búgarðinum.

Í gögnum sem lögð voru fram í rétti í Santa Barbara í síðustu viku kemur fram að söngvarinn hefur níutíu daga til að endurgreiða skuldina með vöxtum, annars verður búgarðurinn tekinn af honum.

Búgarðinum var lokað í fyrra vegna þess að Jackson hafði ekki borgað lögbundnar tryggingar fyrir starfsmenn sína. Hann var sektaður um rúmar fjórar milljónir króna, og starfsfólkið lögsótti hann vegna vangoldinna launa upp á tæpar tuttugu milljónir.

Söngvarinn, sem hefur verið búsettur í Bahrain síðan hann var sýknaður af ákærum um misnotkun á börnum, hugleiðir nú að lýsa sig gjaldþrota, en söngvarinn skuldar í heildina tæpa tuttugu milljarða króna, og á yfir höfði sér fleiri lögsóknir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.